Allt frá því að húsfélög í fjöleignarhúsum litu fyrst dagsins ljós hér á landi hafa Lögmenn Thorsplani sérhæft sig í þjónustu við þau og stjórnir þeirra. Við bjóðum uppá alhliða þjónustu við húsfélög, hvort heldur er við stofnun þeirra, stjórnun eða fjármál.

Húsfélagsþjónusta

Það varðar íbúðareigendur í fjöleignarhúsum miklu að fjármál húsfélagsins séu í góðu horfi. Einn mikilvægasti þátturinn í því er að tryggja að allir eigendur í félaginu greiði sín gjöld. Lögmenn Thorsplani hafa áratugum saman þjónustað fjölda húsfélaga með innheimtu húsfélagsgjalda þar sem megináherslan er lögð á að tryggja lögveðsrétt félaganna fyrir gjöldunum.

Þjónusta okkar auðveldar gjaldkeranum störf hans og kemur í veg fyrir að réttindi glatist. Við veitum fúslega ítarlegri upplýsingar um þá þjónustu sem við getum veitt húsfélaginu þínu.

Ef þú ert formaður eða gjaldkeri húsfélags og vilt kynna þér hvernig þjónusta okkar getur skapað þér hagræði og öryggi í störfum þínum fyrir húsfélagið, hafðu þá endilega samband við okkur í síma 555 3033, eða í tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Svo ert þú að sjálfsögðu velkomin/n í heimsókn á skrifstofu okkar hvenær sem þér hentar, að Fjarðargötu 11 Hafnarfirði.

Hafðu samband

  Fjarðargötu 11, 220 Hafnarfirði

  +354 555 3033

  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.