Greiður aðgangur að þekkingu, faglegri ráðgjöf og annarri lögfræðiþjónustu skiptir miklu máli í starfsemi fyrirtækja. Við sinnum þeim þörfum á traustan og faglegan hátt.
Lögmannsþjónusta
Lögmenn Thorsplani veita alla almenna lögmannsþjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar, jafnt fyrir dómstólum sem stjórnsýslu. Á meðal viðskiptavina stofunnar í gegnum tíðina hafa verið sparisjóðir, bankar, sveitarfélög, stór jafnt sem lítil fyrirtæki og einstaklingar.
Lögmenn stofunnar hafa einkum sérhæft sig á sviði kröfu-, eigna- og skiptaréttar en á meðal helstu málaflokka sem þeir sinna eru:
- Málflutningur fyrir héraðsdómi og Hæstarétti
- Uppgjör skaðabótamála vegna líkamstjóna
- Rekstur skaðabótamála vegna galla á fasteignum, jafnt til sóknar og varnar
- Aðstoð við búskipti og uppgjör erfðamála
- Samningagerð og umsýsla við þinglýsingu eða aðra skráningu
- Stofnun og skráning hlutafélaga og einkahlutafélaga
- Málsvörn í sakamálum
- Innheimta vanskilakrafna
- Önnur almenn lögfræðileg ráðgjöf og réttargæsla
Vegna starfa sinna fyrir Sparisjóð Hafnarfjarðar, síðar Byr sparisjóð og Íslandsbanka hafa starfsmenn Lögmanna Thorsplani aflað sér víðtækrar þekkingar og reynslu í þjónustu við fjármálafyrirtæki. Um leið hafa þeir öðlast víðtæka þekkingu á öllu er varðar fjármálagerninga, stofnun þeirra og efndir, lögmæti og ólögmæti.
Innheimtuþjónusta
Lögmenn Thorsplani er sérhæft innheimtufyrirtæki og hið eina sinnar tegundar í Hafnarfiði. Allt frá stofnun árið 1950 hefur stofan veitt helstu stofnunum og fyrirtækjum bæjarins aðstoð við innheimtu vanskilakrafna.
Sparisjóður Hafnarfjarðar var lengi stærsti viðskiptavinur stofunnar á þessu sviði en einnig má nefna sveitarfélög eins og Seltjarnarnes og Álftanes, Lífeyrissjóð Hlífar og Framtíðarinnar og fleiri. Á síðustu árum hefur stofan þjónustað Byr og Íslandsbanka á þessu sviði. Þá hefur stofan sinnt fjölda húsfélaga um innheimtu húsfélagsgjalda.
Lögmenn Thorsplani eru meðlimir í ECA, eða The European Collectors Association. ECA varð til er nokkur af grónustu innheimtufyrirtækjum Evrópu ákváðu að mynda með sér samtök sem hefðu það að markmiði að auka öryggi í innheimtu vanskilakrafna á milli landa.
Með aðild sinni að ECA geta lögmenn Thorsplani veitt viðskiptavinum sínum aðgang að öflugum innheimtufyrirtækjum um allan heim sem veita trausta þjónustu á föstu verði.